Viðskipti innlent

Gjörbreytt viðhorf til íslensku bankanna

Sigurjón Þ. Árna­son
Sigurjón Þ. Árna­son

Við erum hérna fulltrúar bankanna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, auk Seðlabankans, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sem staddur er í Singapúr á sameiginlegum ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs­ins og Alþjóðabankans. Hér hittum við tugi ef ekki hundruð bankamanna og kynnum starfsemi okkar.

Sigurjón segir ekki virðast sem erfið umræða um íslensku bankana frá því fyrr á árinu hafi smitast inn á ársfundinn nú. Menn eru mjög jákvæðir út í Landsbankann og meðvitaðir um að bankinn sé kominn yfir þetta ástand sem var og nú verði þróunin sú að tryggingarálag á skuldabréf sem bankarnir gefa út jafnt og þétt færast í það horf sem það var, það taki bara ákveðinn tíma. Andrúmsloftið er gjörbreytt frá því sem var fyrir ekki lengri tíma en hálfu ári, segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×