Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla 20. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi.
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira