Þrýsta á afsögn Gyurcsanys 20. september 2006 07:30 Verksummerki óeirða Eyðilagður lögreglubíll fyrir utan höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins í Búdapest í gær. MYND/AP Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990. Erlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990.
Erlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira