Frelsi til að þróast 21. september 2006 06:00 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun