Skörp hækkun í FL Group 21. september 2006 09:05 Fjárfestar vænta að Icelandair verði skráð á markað. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað yfir fjörutíu prósent á einum mánuði. Mynd/Teitur Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira