Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát 22. september 2006 07:45 Við eldunaraðstöðuna Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki hafa haft sturtu. MYND/Heiða Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira