Stríð í uppsiglingu á leikfangamarkaði 22. september 2006 00:01 Verslun Toys‘R‘Us við Times Square í New York Fætter BR opnar Toys‘R‘Us verslun í stórhýsi Rúmfatalagersins við Smáratorg, og hyggst opna minnst fjórar verslanir hér á landi. Leikbær hefur þegar tilkynnt að stórverslun með leikföng verði opnuð. Viðskipti Danska leikfangafyrirtækið Fætter BR hyggst opna stórverslun með leikföng undir nafni Toys'R'Us hér á landi. Verslunin verður um þúsund fermetrar að stærð og verður til húsa í nýju stórhýsi Rúmafatalagersins við Smáratorg. Þá stefna forsvarsmenn Fætter BR að því að opna eina Toys'R'Us verslun til viðbótar hér á landi og allt að fimm undir nafni BR innan næstu fimm ára. Leikbær hefur þegar tilkynnt að þrjú þúsund fermetra stórverslun með leikföng verði opnuð við Urriðaholt í Garðabæ á næsta ári. Því er ljóst að stefnir í harða samkeppni á leikfangamarkaði. Leikbæjarmenn áttu í viðræðum við bandaríska leikfangarisann Toys'R'Us og kom meðal annars til greina að verslunin við Urriðaholt yrði rekin undir nafni Toys'R'Us. Viðræðurnar strönduðu hins vegar þegar í ljós kom að Fætter BR, sem er umboðsaðili Toys'R'Us á Norðurlöndum, yrði milliliður Leikbæjarmanna og bandaríska leikfangarisans. BR leikfangaverslanir eru reknar víða um Danmörku og eru þekktar fyrir einkennismerki sitt; danskan drottningarvörð í fullum skrúða. Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir ekki hagkvæmt að starfa í skjóli Fætter BR. „Ef danskir kaupmenn taka toll af hverju leikfangi sem íslensk börn kaupa, þá getum við ekki boðið eins hagstætt verð og mikið úrval og að var stefnt." Leikbær rekur því verslunina í eigin nafni og er unnið að því að landa innkaupasamstarfi við erlendan dreifingaraðila. Leikbæjarmenn taka þó fram að boðið verði upp á öll helstu leikfangamerki svo sem Fischer Price, Barbie og Lego. Elías telur að stórverslun Leikbæjar marki byltingu á íslenskum leikfangamarkaði. Mikið verði lagt í hönnun og lýsingu og lögð áhersla á að gestir verslunarinnar njóti upplifunarinnar. Hann segist ekki óttast samkeppni við Danina. „Við vitum að Danirnir ætla að opna meðalstóra verslun hér á landi en við óttumst ekkert. Leikbær er með mikla reynslu á íslenskum markaði, við höfum sett okkur raunhæf markmið og munum ná þeim." Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Viðskipti Danska leikfangafyrirtækið Fætter BR hyggst opna stórverslun með leikföng undir nafni Toys'R'Us hér á landi. Verslunin verður um þúsund fermetrar að stærð og verður til húsa í nýju stórhýsi Rúmafatalagersins við Smáratorg. Þá stefna forsvarsmenn Fætter BR að því að opna eina Toys'R'Us verslun til viðbótar hér á landi og allt að fimm undir nafni BR innan næstu fimm ára. Leikbær hefur þegar tilkynnt að þrjú þúsund fermetra stórverslun með leikföng verði opnuð við Urriðaholt í Garðabæ á næsta ári. Því er ljóst að stefnir í harða samkeppni á leikfangamarkaði. Leikbæjarmenn áttu í viðræðum við bandaríska leikfangarisann Toys'R'Us og kom meðal annars til greina að verslunin við Urriðaholt yrði rekin undir nafni Toys'R'Us. Viðræðurnar strönduðu hins vegar þegar í ljós kom að Fætter BR, sem er umboðsaðili Toys'R'Us á Norðurlöndum, yrði milliliður Leikbæjarmanna og bandaríska leikfangarisans. BR leikfangaverslanir eru reknar víða um Danmörku og eru þekktar fyrir einkennismerki sitt; danskan drottningarvörð í fullum skrúða. Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir ekki hagkvæmt að starfa í skjóli Fætter BR. „Ef danskir kaupmenn taka toll af hverju leikfangi sem íslensk börn kaupa, þá getum við ekki boðið eins hagstætt verð og mikið úrval og að var stefnt." Leikbær rekur því verslunina í eigin nafni og er unnið að því að landa innkaupasamstarfi við erlendan dreifingaraðila. Leikbæjarmenn taka þó fram að boðið verði upp á öll helstu leikfangamerki svo sem Fischer Price, Barbie og Lego. Elías telur að stórverslun Leikbæjar marki byltingu á íslenskum leikfangamarkaði. Mikið verði lagt í hönnun og lýsingu og lögð áhersla á að gestir verslunarinnar njóti upplifunarinnar. Hann segist ekki óttast samkeppni við Danina. „Við vitum að Danirnir ætla að opna meðalstóra verslun hér á landi en við óttumst ekkert. Leikbær er með mikla reynslu á íslenskum markaði, við höfum sett okkur raunhæf markmið og munum ná þeim."
Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira