Þakka FH-ingum kærlega fyrir 24. september 2006 08:45 Leifur Garðarsson var allt annað en sáttur með spilamennsku Fylkis í Eyjum í gær. Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira