Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið 25. september 2006 11:45 „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira