Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð 25. september 2006 06:30 Endurkomu Saddams krafist. Síðastliðinn föstudag voru mótmæli í Tíkrit þar sem 3.000 stuðningsmenn Saddams Hussein komu saman. Írakar hafa ekki reynst jafn hrifnir af hernáminu og lýðræðisumbótum eins og sum vestræn stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni. Erlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni.
Erlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira