Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð 25. september 2006 06:30 Endurkomu Saddams krafist. Síðastliðinn föstudag voru mótmæli í Tíkrit þar sem 3.000 stuðningsmenn Saddams Hussein komu saman. Írakar hafa ekki reynst jafn hrifnir af hernáminu og lýðræðisumbótum eins og sum vestræn stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni. Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni.
Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira