Vænt sala gekk ekki eftir 27. september 2006 00:01 Hafþór Hafsteinsson Sala Avion á meirihluta hlutafjár í Avion Aircraft Trading hefur ekki enn gengið eftir. Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild. Viðskipti Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild.
Viðskipti Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira