Línur skerpast í staðlastríðinu 27. september 2006 00:01 HD dvd og blu-ray diskar Næsta kynslóð mynddiska fyrir kvikmyndir með hárri upplausn rúma mikið gagnamagn. Tæknifyrirtækin berjast um það hvaða tækni verði á endanum ráðandi. Markaðurinn/AP Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði. Þeir sem muna eftir staðlastríðinu á myndbandamarkaðnum þegar barist var um hvort VHS tækni eða Beta yrði ráðandi á áttunda áratug síðustu aldar og vilja uppfæra tækjabúnaðinn geta væntanlega hætt að rífa í hár sitt yfir nýju tækninni því líklegt þykir að nýi diskurinn geti sætt stríðandi aðila á tæknimarkaðnum og komið í veg fyrir að önnur hvor tæknin verði undir í baráttunni. Á þessum nýja diski verða mismunandi lög fyrir staðlana tvo: eitt fyrir hefðbundinn DVD staðal en hin tvö fyrir HD DVD og Blu-ray staðla. Staðlarnir rúma mismikið gagnamagn en þeir tveir síðastnefndu geta geymt tæplega 10 sinnum meira magn en hefðbundnir DVD-diskar og þykja henta vel fyrir kvikmyndir á hárri upplausn. Diskar á HD DVD staðli geta rúmað allt að 15 gígabæti af gögnum en Blu-Ray 25 gígabæti. Til samanburðar getur hefðbundinn DVD diskur einungis rúmað 4,7 gígabæti af gögnum. Kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkjunum skiptast í tvær fylkingar varðandi tæknina. Flest þeirra styðja Blu-Ray tæknina enda getur hún geymt fleiri gögn. Af þessum sökum hafa einungis þrjú kvikmyndafyrirtæki ákveðið að gefa út mynddiska á HD DVD sniði. Og til að gera málið enn snúnara þá ætlar Microsoft að hafa spilara sem styðja HD DVD tæknina í næstu kynslóð leikjatölva en Sony Blu-Ray. Þetta hefur ekki hjálpað tæknisjúkum leikjatölvunörðum, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að vangaveltum um kaup á næstu leikjatölvu. Warner Brothers hefur hins vegar sagt sig úr staðlakeppninni og ætlar að setja fyrsta diskinn af þessari gerð á markað síðar í þessum mánuði. Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði. Þeir sem muna eftir staðlastríðinu á myndbandamarkaðnum þegar barist var um hvort VHS tækni eða Beta yrði ráðandi á áttunda áratug síðustu aldar og vilja uppfæra tækjabúnaðinn geta væntanlega hætt að rífa í hár sitt yfir nýju tækninni því líklegt þykir að nýi diskurinn geti sætt stríðandi aðila á tæknimarkaðnum og komið í veg fyrir að önnur hvor tæknin verði undir í baráttunni. Á þessum nýja diski verða mismunandi lög fyrir staðlana tvo: eitt fyrir hefðbundinn DVD staðal en hin tvö fyrir HD DVD og Blu-ray staðla. Staðlarnir rúma mismikið gagnamagn en þeir tveir síðastnefndu geta geymt tæplega 10 sinnum meira magn en hefðbundnir DVD-diskar og þykja henta vel fyrir kvikmyndir á hárri upplausn. Diskar á HD DVD staðli geta rúmað allt að 15 gígabæti af gögnum en Blu-Ray 25 gígabæti. Til samanburðar getur hefðbundinn DVD diskur einungis rúmað 4,7 gígabæti af gögnum. Kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkjunum skiptast í tvær fylkingar varðandi tæknina. Flest þeirra styðja Blu-Ray tæknina enda getur hún geymt fleiri gögn. Af þessum sökum hafa einungis þrjú kvikmyndafyrirtæki ákveðið að gefa út mynddiska á HD DVD sniði. Og til að gera málið enn snúnara þá ætlar Microsoft að hafa spilara sem styðja HD DVD tæknina í næstu kynslóð leikjatölva en Sony Blu-Ray. Þetta hefur ekki hjálpað tæknisjúkum leikjatölvunörðum, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að vangaveltum um kaup á næstu leikjatölvu. Warner Brothers hefur hins vegar sagt sig úr staðlakeppninni og ætlar að setja fyrsta diskinn af þessari gerð á markað síðar í þessum mánuði.
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira