Skoða breytt landslag 27. september 2006 00:01 Sparisjóðabankinn við Rauðarárstíg Eignarhlutur sparisjóða í Sparisjóðabankanum hækkar í virði við skráningu Existu á markað. Verðmætari hlutur getur leitt til lækkunar eiginfjárhlutfalla sparisjóðanna. Markaðurinn/E.Ól. Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu. Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu.
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira