Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa 4. október 2006 06:00 Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar hennar hófu kynningarátak íslenskra ríkisskuldabréfa árið 2001 með vefsíðu með það fyrir augum að kynna ríkisskuldabréfin á erlendum vettvangi. Eign erlendra fjárfesta þá nam innan við 5 prósentum og þykir ljóst að aukningin á þessu fimm ára tímabili er geysimikil. Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir aukna eign fjárfesta með búsetu erlendis á íslenskum ríkisskuldabréfum hluta af alþjóðavæðingu íslenska fjármálamarkaðarins. Þá hafi bankar og fjármálastofnanir lagt sitt á vogarskálarnar með því að að birta greiningarefni á ensku um svipað leyti. Vefsíða Lánasýslunnar gerði alla þessa góðu vinnu sýnilegri með því að safna öllu efninu saman á einn stað, segir Þórður og bendir á að fyrir árið 2001 hafi erlendir fjárfestar þekkt lítið til markaðarins hér á landi og hvorki þekkt vefsíður Seðlabankans né Hagstofunnar, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki liggur fyrir í hvaða löndum fjárfestarnir eru. Lánasýslan vinnur nú að því að greina það og er búist við að hægt verði að flokka fjárfesta eftir búsetu um næstu áramót. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar hennar hófu kynningarátak íslenskra ríkisskuldabréfa árið 2001 með vefsíðu með það fyrir augum að kynna ríkisskuldabréfin á erlendum vettvangi. Eign erlendra fjárfesta þá nam innan við 5 prósentum og þykir ljóst að aukningin á þessu fimm ára tímabili er geysimikil. Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, segir aukna eign fjárfesta með búsetu erlendis á íslenskum ríkisskuldabréfum hluta af alþjóðavæðingu íslenska fjármálamarkaðarins. Þá hafi bankar og fjármálastofnanir lagt sitt á vogarskálarnar með því að að birta greiningarefni á ensku um svipað leyti. Vefsíða Lánasýslunnar gerði alla þessa góðu vinnu sýnilegri með því að safna öllu efninu saman á einn stað, segir Þórður og bendir á að fyrir árið 2001 hafi erlendir fjárfestar þekkt lítið til markaðarins hér á landi og hvorki þekkt vefsíður Seðlabankans né Hagstofunnar, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki liggur fyrir í hvaða löndum fjárfestarnir eru. Lánasýslan vinnur nú að því að greina það og er búist við að hægt verði að flokka fjárfesta eftir búsetu um næstu áramót.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira