Enn ein þrasnefndin 4. október 2006 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar