Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2006 06:00 Nánara Samstarf handsalað Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, afhjúpuðu saman nýtt merki Vodafone hér á landi. Fréttablaðið/GVA Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira