Marel verður stærst í heimi með Stork 9. október 2006 03:30 Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira