Opið bréf til aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands 19. október 2006 05:00 Seltjarnarnesi, 18. október 2006. Kæru fulltrúar á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Að þessu sinni er aðalfundur bandalagsins haldinn við heldur sérkennilegar aðstæður. 1. Í ársbyrjun var framkvæmdastjóri bandalagsins rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Ég kýs að orða þetta með þessum hætti þrátt fyrir tilkynningu á heimasíðu Öryrkjabandalagsins frá 9. janúar síðastliðnum þar sem rætt er um uppsögn. Formaður orðaði þetta sem “brottrekstur” í vitna viðurvist á fundi aðalstjórnar 18. maí síðastliðinn. 2. Formaður fer ekki að lögum bandalagsins. 3. Enn hefur ekki verið löglega ráðinn framkvæmdastjóri. 4. Formaður hótar meintum andstæðingum sínum í aðalstjórn stórmælum í fjölmiðlum. 5. Heimasíða Öryrkjabandalags Íslands er notuð til þess að breiða út óhróður um þá aðalstjórnarmenn sem eru formanni ekki þóknanlegir. 6. Mikilvæg stefnumál bandalagsins eru ekki kynnt aðalstjórn áður en þau eru kynnt í fjölmiðlum. 7. Öryrkjabandalagið ræðst að þeim gildum sem hingað til hafa verið virt af samtökum fatlaðra um allan heim í viðleitni til réttlátara samfélags. 8. Meirihluti aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins hefur ekki haft einurð í sér til að koma í veg fyrir þessa óhæfu formannsins. Meint ráðning nýs framkvæmdastjóra. Á fundi aðalstjórnar, sem haldinn var í lok mars síðastliðins kynnti formaður bandalagsins ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Í 8. gr. laga Öryrkjabandalags Íslands segir svo: „Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn bandalagsins. “ Nú brá svo við að á fundinum neitaði formaður að leggja fram ráðningarsamninginn til staðfestingar aðalstjórnar þar sem hér væri um trúnaðarmál að ræða. Hvergi er gert ráð fyrir slíkum trúnaði í lögum bandalagsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði laga var samþykkt að hver og einn aðalstjórnarmaður skyldi fá að sjá samninginn á skrifstofu þess. Mér er kunnugt um að tveir stjórnarmenn hugðust notfæra sér þann rétt sinn en var þá gert að skrifa undir trúnaðarskjal. Þegar þeir neituðu því var þeim vísað út af skrifstofu formanns. Mér er einnig kunnugt um að fjöldi stjórnarmanna sætti sig ekki við þessa afgreiðslu og leitaði því ekki réttar síns. Enn neitaði formaður að leggja fram samninginn á fundi aðalstjórnar 18. maí sl. Var ráðningarsamningur, sem meirihluti aðalstjórnar hafði aldrei séð, samþykktur með 16 atkvæðum gegn tveimur, 8 sátu hjá. Hvorug atkvæðagreiðslan um ráðningu framkvæmdastjórans er lögleg því að ekki var farið að lögum bandalagsins við ráðninguna. Hvernig sem í pottinn er búið getur aðalstjórn ekki skotið sér undan að fara að lögum bandalagsins. Þá hef ég hvergi séð þess getið að aðalstjórn hafi verið greint frá því að formaður Öryrkjabandalagsins sé nú í fullu starfi og fái auk þess greidda yfirvinnu. Engin starfslýsing hefur verið lögð fram á starfi formanns en hún hlýtur þó að hafa verið samþykkt í framkvæmdastjórn? Það skýtur skökku við að Öryrkjabandalag Íslands skýli sér einmitt nú á bak við launaleynd. Samtök launafólks berjast nú fyrir því að launaleynd sé afnumin. Evrópusamtök fatlaðra telja launaleynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnumarkaði. Öryrkjabandalag Íslands gengur hins vegar fram fyrir skjöldu, rekur fatlað fólk úr starfi, ræður ófatlað fólk til starfa og heldur síðan hlífiskildi yfir ófötluðum framkvæmdastjóra og formanni sínum með því að skírskota til launaleyndar. Fjölmiðlaumfjöllunin í júlílok í sumar. Dagana 21. – 26. júlí urðu nokkrar umræður um starfsaðferðir formanns Öryrkjabandalags Íslands í fjölmiðlum. Brást hann þannig við að segja að einungis væri um tvo fulltrúa lítilla félaga að ræða, sem hefðu beðið ósigur í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og yrði tekið fast á þessum málum innan bandalagsins. Öll aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands njóta sama réttar án tillits til stærðar. Aldrei fyrr hefur formaður Öryrkjabandalagsins hótað aðildarfélögum þess stórmælum. Á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands er síðan yfirlýsing frá 25. júlí þar sem framkvæmdastjórn lýsir stuðningi við formann. Jafnframt eru hafðar uppi dylgjur um þrjá einstaklinga sem hafi skaðað orðstír bandalagsins með málflutningi sínum. Ég skora á fulltrúa á aðalfundi bandalagsins að beita sér fyrir því að samþykkt verði tillaga um að fjarlægja þessa tilkynningu af heimasíðunni. Að öðrum kosti fái þessir þrír einstaklingar að koma að athugasemdum sínum. Þá legg ég eindregið til að samþykktar verði siðareglur um heimasíðu Öryrkjabandalagsins til þess að fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt sér hana til þess að breiða út ósannindi um andstæðinga sína. Orðstír Öryrkjabandalags Íslands hefur beðið mikinn hnekki að undanförnu vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur af athöfnum formanns bandalagsins, formanns sem fer ekki að lögum þess og heitast við fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum, formanns sem virðir að vettugi þær leikreglur sem bandalagið hefur undirgengist með aðild sinni að alþjóðasamtökum fatlaðra. Afstaða ykkar og aðgerðir á þessum aðalfundi geta ráðið úrslitum um framtíð samtakanna og traust almennings á þeim. Samtök sem berjast fyrir bættum hag fatlaðra beita aldrei ofbeldi. Kær kveðja, Arnþór Helgason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Seltjarnarnesi, 18. október 2006. Kæru fulltrúar á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Að þessu sinni er aðalfundur bandalagsins haldinn við heldur sérkennilegar aðstæður. 1. Í ársbyrjun var framkvæmdastjóri bandalagsins rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Ég kýs að orða þetta með þessum hætti þrátt fyrir tilkynningu á heimasíðu Öryrkjabandalagsins frá 9. janúar síðastliðnum þar sem rætt er um uppsögn. Formaður orðaði þetta sem “brottrekstur” í vitna viðurvist á fundi aðalstjórnar 18. maí síðastliðinn. 2. Formaður fer ekki að lögum bandalagsins. 3. Enn hefur ekki verið löglega ráðinn framkvæmdastjóri. 4. Formaður hótar meintum andstæðingum sínum í aðalstjórn stórmælum í fjölmiðlum. 5. Heimasíða Öryrkjabandalags Íslands er notuð til þess að breiða út óhróður um þá aðalstjórnarmenn sem eru formanni ekki þóknanlegir. 6. Mikilvæg stefnumál bandalagsins eru ekki kynnt aðalstjórn áður en þau eru kynnt í fjölmiðlum. 7. Öryrkjabandalagið ræðst að þeim gildum sem hingað til hafa verið virt af samtökum fatlaðra um allan heim í viðleitni til réttlátara samfélags. 8. Meirihluti aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins hefur ekki haft einurð í sér til að koma í veg fyrir þessa óhæfu formannsins. Meint ráðning nýs framkvæmdastjóra. Á fundi aðalstjórnar, sem haldinn var í lok mars síðastliðins kynnti formaður bandalagsins ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Í 8. gr. laga Öryrkjabandalags Íslands segir svo: „Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn bandalagsins. “ Nú brá svo við að á fundinum neitaði formaður að leggja fram ráðningarsamninginn til staðfestingar aðalstjórnar þar sem hér væri um trúnaðarmál að ræða. Hvergi er gert ráð fyrir slíkum trúnaði í lögum bandalagsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði laga var samþykkt að hver og einn aðalstjórnarmaður skyldi fá að sjá samninginn á skrifstofu þess. Mér er kunnugt um að tveir stjórnarmenn hugðust notfæra sér þann rétt sinn en var þá gert að skrifa undir trúnaðarskjal. Þegar þeir neituðu því var þeim vísað út af skrifstofu formanns. Mér er einnig kunnugt um að fjöldi stjórnarmanna sætti sig ekki við þessa afgreiðslu og leitaði því ekki réttar síns. Enn neitaði formaður að leggja fram samninginn á fundi aðalstjórnar 18. maí sl. Var ráðningarsamningur, sem meirihluti aðalstjórnar hafði aldrei séð, samþykktur með 16 atkvæðum gegn tveimur, 8 sátu hjá. Hvorug atkvæðagreiðslan um ráðningu framkvæmdastjórans er lögleg því að ekki var farið að lögum bandalagsins við ráðninguna. Hvernig sem í pottinn er búið getur aðalstjórn ekki skotið sér undan að fara að lögum bandalagsins. Þá hef ég hvergi séð þess getið að aðalstjórn hafi verið greint frá því að formaður Öryrkjabandalagsins sé nú í fullu starfi og fái auk þess greidda yfirvinnu. Engin starfslýsing hefur verið lögð fram á starfi formanns en hún hlýtur þó að hafa verið samþykkt í framkvæmdastjórn? Það skýtur skökku við að Öryrkjabandalag Íslands skýli sér einmitt nú á bak við launaleynd. Samtök launafólks berjast nú fyrir því að launaleynd sé afnumin. Evrópusamtök fatlaðra telja launaleynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnumarkaði. Öryrkjabandalag Íslands gengur hins vegar fram fyrir skjöldu, rekur fatlað fólk úr starfi, ræður ófatlað fólk til starfa og heldur síðan hlífiskildi yfir ófötluðum framkvæmdastjóra og formanni sínum með því að skírskota til launaleyndar. Fjölmiðlaumfjöllunin í júlílok í sumar. Dagana 21. – 26. júlí urðu nokkrar umræður um starfsaðferðir formanns Öryrkjabandalags Íslands í fjölmiðlum. Brást hann þannig við að segja að einungis væri um tvo fulltrúa lítilla félaga að ræða, sem hefðu beðið ósigur í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og yrði tekið fast á þessum málum innan bandalagsins. Öll aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands njóta sama réttar án tillits til stærðar. Aldrei fyrr hefur formaður Öryrkjabandalagsins hótað aðildarfélögum þess stórmælum. Á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands er síðan yfirlýsing frá 25. júlí þar sem framkvæmdastjórn lýsir stuðningi við formann. Jafnframt eru hafðar uppi dylgjur um þrjá einstaklinga sem hafi skaðað orðstír bandalagsins með málflutningi sínum. Ég skora á fulltrúa á aðalfundi bandalagsins að beita sér fyrir því að samþykkt verði tillaga um að fjarlægja þessa tilkynningu af heimasíðunni. Að öðrum kosti fái þessir þrír einstaklingar að koma að athugasemdum sínum. Þá legg ég eindregið til að samþykktar verði siðareglur um heimasíðu Öryrkjabandalagsins til þess að fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt sér hana til þess að breiða út ósannindi um andstæðinga sína. Orðstír Öryrkjabandalags Íslands hefur beðið mikinn hnekki að undanförnu vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur af athöfnum formanns bandalagsins, formanns sem fer ekki að lögum þess og heitast við fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum, formanns sem virðir að vettugi þær leikreglur sem bandalagið hefur undirgengist með aðild sinni að alþjóðasamtökum fatlaðra. Afstaða ykkar og aðgerðir á þessum aðalfundi geta ráðið úrslitum um framtíð samtakanna og traust almennings á þeim. Samtök sem berjast fyrir bættum hag fatlaðra beita aldrei ofbeldi. Kær kveðja, Arnþór Helgason
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun