Sátt um lausnir á vanda LSH 20. október 2006 05:00 Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé. Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítalinn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs spítalans. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri spítalans frá sameiningu sjúkrahúsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri. Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum og er það í samræmi við þróun erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt minnkað. Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður. Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verðlagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a. vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar stjórnenda um 1 milljarðs króna hallarekstur í ár eru góðar og gildar og varða ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við, t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu á vinnumarkaði og aukin launatengd gjöld. Það verður ekki lengra gengið í fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum, nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni sjúkrahússins. Ég tel fulla ástæðu til að ganga af alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrunarþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri samfellu í þjónustu við þá. Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs, en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum til hagsbóta.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun