Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér 22. október 2006 15:00 fagnaði yfir sig Shevchenko skoraði langþráð mark fyrir Chelsea í gær og sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum með þeim afleiðingum að hann fékk gult spjald fyrir vikið MYND/nordicphotos/getty images Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira