Frábær frammistaða dugði ekki til 22. október 2006 10:00 14 mörk Jóhann Gunnar Einarsson fór á kostum með Fram í gær og skoraði fjórtán mörk í leiknum. MYND/Anton Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk. Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk.
Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira