Starfandi stjórnarformenn algengir hér 25. október 2006 00:01 Ásta Dís Óladóttir sem er aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, heldur í dag fyrirlestur við Háskólann um starfandi stjórnarformenn. MYND/GVA Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira