Reikningurinn hinum megin 1. nóvember 2006 16:56 Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira