Fífl og heimskingi 3. nóvember 2006 05:00 Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun