Fífl og heimskingi 3. nóvember 2006 05:00 Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun