Samkeppnishæfara skattaumhverfi 10. nóvember 2006 05:45 SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar