Samkeppnishæfara skattaumhverfi 10. nóvember 2006 05:45 SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar