Andstæða forverans 10. nóvember 2006 04:00 Gates og Bush Væntanlegur varnarmálaráðherra ásamt forseta Bandaríkjanna. MYNF/AFP Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M. Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M.
Erlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira