Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum 17. nóvember 2006 00:01 Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega." Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega."
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn