Kristniboðsskipunin í skólum 20. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun