Áhugi fyrir framboði 24. nóvember 2006 05:00 Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar