Karlar til ábyrgðar 28. nóvember 2006 05:00 Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun