Forstjóri Dressmann klæðist bara Batistini 29. nóvember 2006 00:01 Leiv Martinsen, forstjóri Dressmann Þegar Leiv kom hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður komst hann að raun um að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Árið síðar opnaði Dressmann á Íslandi. „Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína. Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína.
Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira