Framsókn rifjar upp gamla takta 29. nóvember 2006 05:00 Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun