Ástandið er erfitt fyrir alla 30. nóvember 2006 05:00 Ziad Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu, en sífellt fleiri Palestínumenn slasast vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, en lítið er um stuðning og úrræði þeim til handa. MYND/Hörður Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30. Erlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30.
Erlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira