Heimilisofbeldi – falið vandamál 1. desember 2006 05:00 Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun