Pfaff snýr aftur til uppruna síns 6. desember 2006 00:01 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff MYND/GVA Pfaff er fjölskyldufyrirtæki af bestu gerð og að öllu leyti í eigu fjölskyldu Margrétar Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra. Afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði fyrirtækið árið 1929 í því miði að flytja inn saumavélar. Síðar tók pabbi hennar, Kristmann Magnússon, við og loks hún sjálf fyrir um tíu árum síðan. Hún hefur þó ekki lifað og hrærst innan veggja Pfaff alla sína ævi. Það var ekki fyrr en hún var að nálgast þrítugt og hafði lokið viðskiptafræðinámi og MBA-námi erlendis sem hún ákvað að slást í hóp með fjölskyldunni.Ráðið frá nafnabreytingu Fyrir rétt um hálfu ári síðan tóku eigendur Pfaff-Borgarljóss ákvörðun um að endurskoða nafn fyrirtækisins með það að leiðarljósi að finna nafn er endurspeglaði betur starfsemi fyrirtækisins. „Við keyptum Borgarljós árið 2002 og við það voru nöfn fyrirtækjanna lögð saman eins og svo oft er gert. Þegar okkur þótti orðið víst að fólk vissi að Borgarljós væri komið hingað fórum við að velta því fyrir okkur að endurskoða nafnið og fengum AP-almannatengsl til liðs við okkur. Mikil vinna var lögð í þetta og ég las meðal annars íslenska og latneska orðabók spjaldanna á milli,“ segir Margrét. Það kom hins vegar ljós að ýmsir álitsgjafar réðu þeim eindregið frá því því að varpa þeirri ímynd sem Pfaff ber með sér fyrir róða. „Við sáum fljótt að fyrirtækið hefur á sér mjög gott orð og að það væri ekki rétt að skipta um nafn. Við ákváðum því að leita aftur til upprunans og halda okkur við það nafn sem við höfum verið að markaðssetja í áttatíu ár og þykir mjög vænt um.“Allt frá sprengiefni til saumavéla Rekstur Pfaff hefur tekið stakkaskiptum frá stofnun fyrirtækisins. Ýmsar vörur hafa þar verið til sölu og fókusinn í rekstrinum hefur sveiflast með tíðarandanum. Þannig mátti til að mynda um árabil nálgast sprengiefni, barnavagna og marmarasalla hjá Pfaff. Undanfarin ár, eða allt frá því að Borgarljós voru keypt árið 2002, hafa fleiri minni fyrirtæki og umboð verið tekin yfir og þróunin verið hröð upp á við. Í dag eru áherslur í rekstrinum einkum á fimm sviðum; ljósum, raftækjum, saumavélum, hljóðvörum og símabúnaði. Um leið og nafnabreytingin var gerð var hannað nýtt logo fyrir fyrirtækið þar sem þessir fimm meginþættir koma skýrt fram. Rúmlega tuttugu sérhæfðir starfsmenn vinna hjá Pfaff. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með starfsfólk sem hefur mikla fagkunnáttu og sérþekkingu,“ segir Margrét. „Gæfa í þessu fyrirtæki er starfsfólkið – á því er enginn vafi – enda hefur sumt þeirra verið hér áratugum saman. Það skiptir öllu máli að vera með fólk sem hefur áhuga á vinnunni sinni og maður getur treyst á. Þó að yfirbygging á fyrirtækinu sé mjög lítil og flestir þræðir fyrirtækisins fari í gegnum mig tel ég mitt aðalstarf vera að skapa þannig umhverfi að starfsfólkið hafi áhuga á því sem það er að gera. Ef starfsfólkið er áhugasamt leitar það uppi nýjar leiðir til að gera hlutina og hefur áhuga á því að sjá fyrirtækið stækka og dafna. Þannig helst fyrirtæki í stöðugri þróun, enda er stöðnun algjört eitur og oft upphafið að endalokunum.“ Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Pfaff er fjölskyldufyrirtæki af bestu gerð og að öllu leyti í eigu fjölskyldu Margrétar Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra. Afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði fyrirtækið árið 1929 í því miði að flytja inn saumavélar. Síðar tók pabbi hennar, Kristmann Magnússon, við og loks hún sjálf fyrir um tíu árum síðan. Hún hefur þó ekki lifað og hrærst innan veggja Pfaff alla sína ævi. Það var ekki fyrr en hún var að nálgast þrítugt og hafði lokið viðskiptafræðinámi og MBA-námi erlendis sem hún ákvað að slást í hóp með fjölskyldunni.Ráðið frá nafnabreytingu Fyrir rétt um hálfu ári síðan tóku eigendur Pfaff-Borgarljóss ákvörðun um að endurskoða nafn fyrirtækisins með það að leiðarljósi að finna nafn er endurspeglaði betur starfsemi fyrirtækisins. „Við keyptum Borgarljós árið 2002 og við það voru nöfn fyrirtækjanna lögð saman eins og svo oft er gert. Þegar okkur þótti orðið víst að fólk vissi að Borgarljós væri komið hingað fórum við að velta því fyrir okkur að endurskoða nafnið og fengum AP-almannatengsl til liðs við okkur. Mikil vinna var lögð í þetta og ég las meðal annars íslenska og latneska orðabók spjaldanna á milli,“ segir Margrét. Það kom hins vegar ljós að ýmsir álitsgjafar réðu þeim eindregið frá því því að varpa þeirri ímynd sem Pfaff ber með sér fyrir róða. „Við sáum fljótt að fyrirtækið hefur á sér mjög gott orð og að það væri ekki rétt að skipta um nafn. Við ákváðum því að leita aftur til upprunans og halda okkur við það nafn sem við höfum verið að markaðssetja í áttatíu ár og þykir mjög vænt um.“Allt frá sprengiefni til saumavéla Rekstur Pfaff hefur tekið stakkaskiptum frá stofnun fyrirtækisins. Ýmsar vörur hafa þar verið til sölu og fókusinn í rekstrinum hefur sveiflast með tíðarandanum. Þannig mátti til að mynda um árabil nálgast sprengiefni, barnavagna og marmarasalla hjá Pfaff. Undanfarin ár, eða allt frá því að Borgarljós voru keypt árið 2002, hafa fleiri minni fyrirtæki og umboð verið tekin yfir og þróunin verið hröð upp á við. Í dag eru áherslur í rekstrinum einkum á fimm sviðum; ljósum, raftækjum, saumavélum, hljóðvörum og símabúnaði. Um leið og nafnabreytingin var gerð var hannað nýtt logo fyrir fyrirtækið þar sem þessir fimm meginþættir koma skýrt fram. Rúmlega tuttugu sérhæfðir starfsmenn vinna hjá Pfaff. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með starfsfólk sem hefur mikla fagkunnáttu og sérþekkingu,“ segir Margrét. „Gæfa í þessu fyrirtæki er starfsfólkið – á því er enginn vafi – enda hefur sumt þeirra verið hér áratugum saman. Það skiptir öllu máli að vera með fólk sem hefur áhuga á vinnunni sinni og maður getur treyst á. Þó að yfirbygging á fyrirtækinu sé mjög lítil og flestir þræðir fyrirtækisins fari í gegnum mig tel ég mitt aðalstarf vera að skapa þannig umhverfi að starfsfólkið hafi áhuga á því sem það er að gera. Ef starfsfólkið er áhugasamt leitar það uppi nýjar leiðir til að gera hlutina og hefur áhuga á því að sjá fyrirtækið stækka og dafna. Þannig helst fyrirtæki í stöðugri þróun, enda er stöðnun algjört eitur og oft upphafið að endalokunum.“
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira