Markviss kynning á íslenskri tónlist á erlendis. 12. desember 2006 05:00 Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar