Framlög til LÍN hækkuð 18. desember 2006 06:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar