Stormasamt en gjöfult ár að baki 28. desember 2006 06:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Árið hefur að mati Hreiðars öðru fremur einkennst af varnarsigrum. Bankinn seldi meðal annars hlut sinn í Exista til að koma til móts við gagnrýni. Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira