Í hóp þeirra stærstu 28. desember 2006 06:30 Róbert Wessman Forstjóri Actavis heldur tölu á kynningarfundi Actavis á fyrri hluta ársins. MYND/Heiða Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu. Stefna Actavis hefur verið skýr frá því við hófum okkar útrás árið 1999. Við trúum því að lykillinn að velgengni félagsins byggist m.a. á því öfluga þróunarstarfi sem félagið býr yfir, góðri markaðsstöðu á stærstu lyfjamörkuðum heims og að Actavis sé nú þekkt fyrir að búa yfir einu breiðasta lyfjaúrvali á sviði samheitalyfja í heiminum í dag. Þessir þættir ásamt öflugu stjórnendateymi munu gera okkur kleift að vaxa enn frekar á næstu árum. Áhugi okkar á kaupum á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva vakti mikla athygli en með kaupunum hefði Actavis verið komið í hóp þeirra þriggja stærstu. Vörumerki félagsins er því orðið sérlega áberandi á erlendum mörkuðum, aðeins tveimur árum eftir nafnabreytingu félagsins. Til að mynda er Actavis fyrsta íslenska félagið sem erlendu bankarnir Credit Suisse og ABN Amro gefa út verðmat á og fleiri erlendar greiningarskýrslur eru væntanlegar á næstu mánuðum. Áhugi erlendra greiningaraðila og fjárfesta ber þess merki að félagið hafi góða framtíðarsýn og að félagið sé einn áhugaverðasti fjárfestingarkosturinn í heimi samheitalyfja. Þá teljum við að samruni Kauphallar Íslands við OMEX sé jákvætt skref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og geti stuðlað að auknum fjárfestingum erlendra fjárfesta á markaðnum. Við höfum einnig sýnt því áhuga að skrá hlutafé félagsins í evrur og teljum að það gæti einnig verið ákjósanlegt fyrir önnur íslensk félög. Það er mikilvægur hluti af starfsemi félagsins á ári hverju, að láta gott af sér leiða með því að styrkja eða standa fyrir þjóðþrifamálum. Til að mynda hefur Actavis tekið þátt í forvarnarverkefnum Vilnius, Belgrad, Sofiu, Istanbúl og St. Pétursborgar í forvarnarverkefninu „Youth in Europe - a Drug Prevention Programme" í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá áttum við einnig í samstarfi við forseta Íslands og fjölmarga aðila innan íþróttahreyfingarinnar um vímuvarnardag á Íslandi nú í haust. Á komandi ári munum við áfram leggja áherslu á að auka vöxt og arðsemi félagsins enn frekar. Samhliða öflugum innri vexti og góðu þróunarstarfi munum við halda áfram að leita fjárfestingartækifæra og er fjárfestingargeta félagsins umtalsverð ef áhugaverð tækifæri bjóðast. Megináherslurnar eru á að styrkja markaðsstöðu okkar á lykilmörkuðum í Mið- og Suður-Evrópu, auk þess sem við munum horfa til Asíu og Suður-Ameríku til lengri tíma litið. Það er yfirlýst markmið félagsins að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims innan fárra ára. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu. Stefna Actavis hefur verið skýr frá því við hófum okkar útrás árið 1999. Við trúum því að lykillinn að velgengni félagsins byggist m.a. á því öfluga þróunarstarfi sem félagið býr yfir, góðri markaðsstöðu á stærstu lyfjamörkuðum heims og að Actavis sé nú þekkt fyrir að búa yfir einu breiðasta lyfjaúrvali á sviði samheitalyfja í heiminum í dag. Þessir þættir ásamt öflugu stjórnendateymi munu gera okkur kleift að vaxa enn frekar á næstu árum. Áhugi okkar á kaupum á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva vakti mikla athygli en með kaupunum hefði Actavis verið komið í hóp þeirra þriggja stærstu. Vörumerki félagsins er því orðið sérlega áberandi á erlendum mörkuðum, aðeins tveimur árum eftir nafnabreytingu félagsins. Til að mynda er Actavis fyrsta íslenska félagið sem erlendu bankarnir Credit Suisse og ABN Amro gefa út verðmat á og fleiri erlendar greiningarskýrslur eru væntanlegar á næstu mánuðum. Áhugi erlendra greiningaraðila og fjárfesta ber þess merki að félagið hafi góða framtíðarsýn og að félagið sé einn áhugaverðasti fjárfestingarkosturinn í heimi samheitalyfja. Þá teljum við að samruni Kauphallar Íslands við OMEX sé jákvætt skref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og geti stuðlað að auknum fjárfestingum erlendra fjárfesta á markaðnum. Við höfum einnig sýnt því áhuga að skrá hlutafé félagsins í evrur og teljum að það gæti einnig verið ákjósanlegt fyrir önnur íslensk félög. Það er mikilvægur hluti af starfsemi félagsins á ári hverju, að láta gott af sér leiða með því að styrkja eða standa fyrir þjóðþrifamálum. Til að mynda hefur Actavis tekið þátt í forvarnarverkefnum Vilnius, Belgrad, Sofiu, Istanbúl og St. Pétursborgar í forvarnarverkefninu „Youth in Europe - a Drug Prevention Programme" í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá áttum við einnig í samstarfi við forseta Íslands og fjölmarga aðila innan íþróttahreyfingarinnar um vímuvarnardag á Íslandi nú í haust. Á komandi ári munum við áfram leggja áherslu á að auka vöxt og arðsemi félagsins enn frekar. Samhliða öflugum innri vexti og góðu þróunarstarfi munum við halda áfram að leita fjárfestingartækifæra og er fjárfestingargeta félagsins umtalsverð ef áhugaverð tækifæri bjóðast. Megináherslurnar eru á að styrkja markaðsstöðu okkar á lykilmörkuðum í Mið- og Suður-Evrópu, auk þess sem við munum horfa til Asíu og Suður-Ameríku til lengri tíma litið. Það er yfirlýst markmið félagsins að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims innan fárra ára.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45