Kaupin á West Ham efst í huga 28. desember 2006 07:00 Björgólfur Guðmundsson ásamt Eggerti Magnússyni. Björgólfi eru efst í huga kaup hans og Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham í nóvember. Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira