Með útrás byggist upp þekking 28. desember 2006 07:30 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri þróunardeildar fyrirtækisins, skoða rafeindastýrðan gervifót. MYND/GVA Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira