Tækifærin spruttu fram á árinu 28. desember 2006 07:00 Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir segir óvissu í alþjóðlegri fjárfestingastarfsemi framundan. Helsta tryggingin sé að hafa aðgang að varanlegu fjármagni sem gefur fjárfestum möguleika á að kaupa og selja á eigin forsendum. Mikið framboð af fjármagni og auknar skuldsetningar einkenndu alþjóðlega fjárfestingamarkaði á árinu 2006 líkt og árið á undan. Engu að síður má greina vatnaskil í einstaka greinum og á sumum markaðssvæðum. Íslensk stórfyrirtæki eru flest hver háð meginstraumum í alþjóðlegri fjárfestingastarfsemi, einkum þau sem starfa og fjárfesta erlendis. Á það var minnt á árinu hversu íslenskt efnhagslíf er viðkvæmt þegar alþjóðleg öfl verða mótdræg íslensku viðskiptalífi. Í þeim löndum og í þeim atvinnugreinum, sem fyrirtæki þau sem ég veiti forystu, hafa starfað í, hafa sprottið fram bæði tækifæri til kaups og sölu. Styrkur þessara fyrirtækja hefur falist í traustri og öruggri fjármögnun sem skapar möguleika á að stunda viðskipti á eigin forsendum. Þau hafa selt og keypt þegar tækifærin hafa verið hvað best. Okkur tókst að selja farsællega eldri fjárfestingar bæði í fjárfestingabanka á Norðurlöndum og í símafyrirtækjum í Austur- og Mið-Evrópu með góðum hagnaði og þá nýttum við á árinu hagstæð kauptækifæri í fasteignum einkum í Norður- og Austur-Evrópu. Fram undan er óvissa í alþjóðlegri fjárfestingastarfsemi. Helsta tryggingin er að hafa aðgang að varanlegu fjármagni sem gefur fjárfestum möguleika á að kaupa og selja á eigin forsendum. Þau íslensku og alþjóðlegu fyrirtæki sem ég hef mest starfað í þágu fyrir á síðasta ári, Novator, Actavis og Straumur-Burðarás, njóta þeirrrar gæfu að geta það. Allir möguleikar eru því fyrir hendi þannig að þessi félög geta áfram nýtt krafta sína til að eflast á alþjóðlegum mörkuðum. Héðan í frá og líkt og hingað til mun það styrkja og efla íslenskar rætur þessara fyrirtækja. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mikið framboð af fjármagni og auknar skuldsetningar einkenndu alþjóðlega fjárfestingamarkaði á árinu 2006 líkt og árið á undan. Engu að síður má greina vatnaskil í einstaka greinum og á sumum markaðssvæðum. Íslensk stórfyrirtæki eru flest hver háð meginstraumum í alþjóðlegri fjárfestingastarfsemi, einkum þau sem starfa og fjárfesta erlendis. Á það var minnt á árinu hversu íslenskt efnhagslíf er viðkvæmt þegar alþjóðleg öfl verða mótdræg íslensku viðskiptalífi. Í þeim löndum og í þeim atvinnugreinum, sem fyrirtæki þau sem ég veiti forystu, hafa starfað í, hafa sprottið fram bæði tækifæri til kaups og sölu. Styrkur þessara fyrirtækja hefur falist í traustri og öruggri fjármögnun sem skapar möguleika á að stunda viðskipti á eigin forsendum. Þau hafa selt og keypt þegar tækifærin hafa verið hvað best. Okkur tókst að selja farsællega eldri fjárfestingar bæði í fjárfestingabanka á Norðurlöndum og í símafyrirtækjum í Austur- og Mið-Evrópu með góðum hagnaði og þá nýttum við á árinu hagstæð kauptækifæri í fasteignum einkum í Norður- og Austur-Evrópu. Fram undan er óvissa í alþjóðlegri fjárfestingastarfsemi. Helsta tryggingin er að hafa aðgang að varanlegu fjármagni sem gefur fjárfestum möguleika á að kaupa og selja á eigin forsendum. Þau íslensku og alþjóðlegu fyrirtæki sem ég hef mest starfað í þágu fyrir á síðasta ári, Novator, Actavis og Straumur-Burðarás, njóta þeirrrar gæfu að geta það. Allir möguleikar eru því fyrir hendi þannig að þessi félög geta áfram nýtt krafta sína til að eflast á alþjóðlegum mörkuðum. Héðan í frá og líkt og hingað til mun það styrkja og efla íslenskar rætur þessara fyrirtækja.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira