New York lagði Phoenix í maraþonleik 3. janúar 2006 11:15 Steve Nash og félagar þurftu að lúta í gras gegn New York í sannkölluðum maraþonleik í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira