United í vandræðum með Burton
Manchester United er í bullandi vandræðum með utandeildarlið Burton Albion í enska bikarnum, en nú er kominn háfleikur í viðureign liðanna sem er í beinni útsendingu á Sýn. Markalaust er í hálfleik og hefur utandeildarliðið átt nokkur ágæt færi í leiknum. Ole Gunnar Solkskjær er í byrnunarliði Manchester United í fyrsta skipti í hátt í tvö ár.