Sport

Bryant jafnaði 40 ára gamalt met Chamberlain

Kobe Bryant fer hamförum með LA Lakers um þessar mundir og hefur nú skorað 45 stig eða meira í fjórum leikjum í röð
Kobe Bryant fer hamförum með LA Lakers um þessar mundir og hefur nú skorað 45 stig eða meira í fjórum leikjum í röð NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant skoraði í nótt 45 stig í sigri LA Lakers á Indiana 96-90, en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1964 sem leikmaður skorar 45 stig eða meira, fjóra leiki í röð. Wilt Chamberlain var síðasti maðurinn til að ná því afreki, en Michael Jordan skoraði 45 stig eða meira þrjá leiki í röð árið 1990.

Bryant skoraði þar af 17 stig í fjórða leikhlutanum gegn Indiana í nótt og hefur lið hans nú unnið þrjá leiki í röð. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir Indiana í leiknum.

Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia í sigri liðsins á Seattle 107-98, en Ray Allen skoraði 27 stig fyrir Seattle. Utah komst í upp fyrir 50% vinningshlutfall með því að leggja Washington á útivelli 97-89. Mehmet Okur skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst hjá Washington.

Chicago lagði Toronto 113-104. Kirk Hinrich skoraði 25 stig fyrir Chicago, en Chris Bosh setti 26 fyir Toronto. Loks skoraði Jerry Stackhouse sigurkörfu Dallas sem lagði Boston 104-102 á útivelli. Jason Terry skoraði 30 stig fyrir Dallas, en Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×