Framherjinn Allesandro del Piero varð í gærkvöld markahæsti leikmaður í sögu Juventus þegar hann skoraði þrennu í auðveldum 4-1 sigri liðsins á Fiorentina í bikarkeppninni.
Del Piero hefur því skorað 184 mörk fyrir Juventus á ferlinum, tveimur meira en Giampiero Boniperti, sem lék með liðinu á árunum 1946-1961.