Fyrrum landsliðsmaðurinn Steve Staunton hefur nú formlega verið ráðinn landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu og segist sjálfur vera hreykinn og ánægður að taka við starfinu. Staunton spilaði sjálfur yfir 100 landsleiki fyrir Íra á sínum tíma.
"Ég veit að ég er að taka við liði sem hefur bæði reynda og hæfileikaríka leikmenn til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar á næstunni," sagði Staunton, sem var áður í hlutverki aðstoðarþjálfara hjá Walsall. Gamla brýnið Bobby Robson verður ráðinn sem aðstoðarmaður Staunton hjá írska landsliðinu.