Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem nú leikur við Coventry í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Jóhannes Karl Guðjónsson er í leikbanni hjá Leicester sem er 0-1 yfir á útivelli gegn Sheffield Wednesday.
Fleiri Íslendingar koma ekki við sögu í deildinni í dag. Gylfi Einarsson er ekki hópnum hjá Leeds sem er 1-0 undir gegn Brighton. Hannes Sigurðsson er ekki í hópi Stoke sem mætir Watford og að venju er Bjarni Guðjónsson úti í kuldanum hjá Tony Pulis knattspyrnustjóra Plymouth sem er yfir gegn Norwich.