Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre þvertekur fyrir orðróm sem verið hefur á kreiki um að hann sé á förum frá enska liðinu Manchester United. Silvestre hefur verið orðaður við frönsku meistarana Lyon undanfarið og menn höfðu leitt líkum að því að hann þyrfti að víkja fyrir nýjum leikmönnum sem komið hafa á Old Trafford í janúar.
"Ég er ekki á sölulista hjá félaginu og ég fer ekki frá Manchester í janúar. Ég spila flesta leiki fyrir liðið og hér vil ég vera áfram," sagði Silvestre.